149. löggjafarþing — 70. fundur,  27. feb. 2019.

meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál.

486. mál
[04:46]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (M) (um fundarstjórn):

Forseti. Í framhaldi af þessu svari forseta liggur beinast við að spyrja hvort forseti Alþingis líti ekki á það sem hlutverk sitt að halda einmitt utan um eitthvert samræmi í því hvernig varaforsetar þingsins starfa. Eða hvort hann telji óhætt að þegar hann sjálfur, forseti Alþingis, situr í forsetastóli, noti hann sín viðmið sem virðast vera mjög ólík, eins og komið hefur fram, eftir því hver á í hlut, en svo sé hverjum og einum þingforseta, varaforseta, það í sjálfsvald sett að skapa sín viðmið um hvaða athugasemdir gerðar eru við framgöngu, orðaval eða hegðun þingmanna í þingsal.