149. löggjafarþing — 71. fundur,  27. feb. 2019.

meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál.

486. mál
[19:21]
Horfa

Sigurður Páll Jónsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka þingmanninum fyrir þetta. Þingmenn hafa líka verið að velta fyrir sér þeim þunga sem virðist vera frá fjármagnseigendum til að komast út, að þessi dagsetning sem við erum búin að vera að tala um, í gær, sé dagurinn sem þurfi að afgreiða þetta mál. Fyrir utan það má kannski segja að maður skilji vel að vogunarsjóðirnir vilji fara út. Það eru ýmiss konar merki um kólnandi hagkerfi og margt sem bendir til þess að krónan veikist. Það eru blikur á lofti í ferðamennsku, verkföll eru yfirvofandi, loðnubrestur er að verða staðreynd og þar fram eftir götunum þannig að það er útlit fyrir veikingu krónunnar.