149. löggjafarþing — 73. fundur,  1. mars 2019.

þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð Reykjavíkurflugvallar.

86. mál
[15:04]
Horfa

Flm. (Njáll Trausti Friðbertsson) (S) (andsvar):

Herra forseti. Við erum þá að komast að hinu sögulega samhengi. Hv. þingmaður er sammála mér um að verja núverandi stöðu Reykjavíkurflugvallar, eins og hann er, þangað til jafn góður eða betri kostur er kominn. Það er það sem tillagan snýst um. Það er ótækt að menn geti haldið áfram eins og gert hefur verið á síðustu árum í þessu máli. Ég get ekki séð annað en að hv. þingmaður sé kominn á sama stað og ég í þessu máli, að verja stöðu vallarins þangað til jafn góður eða betri kostur er kominn.

Ég er ágætur af þunglyndinu, hv. þingmaður minntist á það áðan, ég hef svo sem ekki orðið var við það sérstaklega í gegnum tíðina. Ég veit ekki hvað hann er að fara með því að kalla annan þingmann þunglyndan eða segja að hann eigi við þunglyndi að stríða, ég skil ekki alveg hvað hann er að fara.