149. löggjafarþing — 73. fundur,  1. mars 2019.

þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð Reykjavíkurflugvallar.

86. mál
[15:26]
Horfa

Hanna Katrín Friðriksson (V) (andsvar):

Ég þakka hv. þingmanni andsvarið. Meðal annars er ég að vísa til þess, en fyrst og fremst að vísa til þess að þeir sem með skipulagsvaldið fara og stjórnvöld, hvort sem um er að ræða stjórnvöld hér á þingi eða sveitarstjórnir á höfuðborgarsvæðinu, hafa margsinnis lýst því yfir að verið sé að leita að betri kosti og lýst yfir vilja til að ná þessari samstöðu og ég tel að það svari þessari spurningu.