149. löggjafarþing — 75. fundur,  5. mars 2019.

stimpilgjald.

88. mál
[18:01]
Horfa

Þorsteinn Víglundsson (V) (andsvar):

Herra forseti. Ég er ekki að lengja málið neitt frekar, ég er hjartanlega sammála hv. þingmanni og þakka enn og aftur fyrir þetta góða mál. Hér eru alla vega þrír þingmenn í salnum í efnahags- og viðskiptanefnd og við hljótum að geta fundið leið til að þrepa þennan skatt einfaldlega út. Það gæti farið ágætlega á því að einmitt að sameina málin og mætti vel byrja á því að afnema stimpilgjald á fasteignaviðskipti einstaklinga en setja þá jafnframt inn þrepun á stimpilgjaldið að öðru leyti, þannig að það fasist út að fullu. Ég vona að það skapist góður stuðningur við þetta í nefndinni.