149. löggjafarþing — 80. fundur,  19. mars 2019.

áhættumat við innflutning gæludýra.

[14:05]
Horfa

Sigríður María Egilsdóttir (V):

Virðulegi forseti. Ég þakka ráðherra fyrir skýr og góð svör og fagna því að von sé á þessu áhættumati á næstunni, en ég bæti við það að ég hlakka bæði til að skoða sjálf niðurstöðurnar en ég vona líka að vinna muni hefjast í ráðuneytinu við mögulegar breytingar á löggjöfinni sem allra fyrst í kjölfarið. Gæludýraeigendur hafa beðið verulega lengi eftir þessu áhættumati eins og ráðherra viðurkennir sjálfur og ef niðurstaðan verður sú að reglur um innflutning hafi verið of strangar, sem mig sterklega grunar, erum við að halda verulega íþyngjandi ráðstöfunum til streitu sem væri þá brot á meðalhófsreglu sem bitnar bókstaflega á þeim sem minnst mega sín og það án nokkurrar raunverulegrar ástæðu.

Megum við ekki búast við lagabreytingum á þessu efni hið fyrsta í kjölfar áhættumatsins?