149. löggjafarþing — 80. fundur,  19. mars 2019.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

110. mál
[20:02]
Horfa

Brynjar Níelsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég er auðvitað löngu búinn að átta mig á því að hv. þm. Þorsteinn Sæmundsson vill hafa vit fyrir fólki. Við erum aðallega að vinna í því að hafa vit fyrir fólki, en ég held að við séum misgóð í því. Það var ein lykilsetning í ræðu hv. þingmanns, um það hvers vegna hann væri á móti frumvarpinu, þ.e. að verið væri að gera eymd annarra að féþúfu. Við nálgumst umræðuna alltaf út frá lágri prósentu sem mun alltaf verða til staðar, burt séð frá umræddu frumvarpi, það mun ekki breyta eymdinni til eða frá. Ég get ekki séð, hv. þm. Þorsteinn Sæmundsson, að það séu einhver gögn segi okkur að þó að þetta frumvarp verði að veruleika muni aðgengi sjálfkrafa aukast. Hver segir það? Gæti ÁTVR ekki ákveðið að fækka verslunum? Eða snýst málið bara um það að enginn annar megi reka verslun af þessu tagi en ríkið og að allur hagnaður fari til ríkisins? Er það ástæðan fyrir þessu öllu saman? Maður spyr sig auðvitað um það. Og þó að þetta mundi fjölga verslunum og auka aðgengi, hvernig getum við fullyrt að ofdrykkja muni aukast við það? Halda menn að fyllibyttur verði til vegna þess að verslanir verði fleiri? Trúir því einhver? (Gripið fram í: Já.) Það er einhver önnur ástæða. Það er einhver önnur ástæða fyrir því (Forseti hringir.) að við misnotum áfengi en hve langt við þurfum að fara til að sækja það.