149. löggjafarþing — 80. fundur,  19. mars 2019.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

110. mál
[20:38]
Horfa

Sigríður María Egilsdóttir (V) (andsvar):

Já, af hverju að breyta núverandi fyrirkomulagi fyrst aðgengi er búið að aukast til muna? Eins og ég sagði í ræðunni og andsvari áðan þá er þetta einfaldlega prinsippmál að mínu mati og greinilega þeirra sem leggja fram þetta frumvarp og vilja styðja það að ríkið eigi ekki að hafa einkaleyfi til sölu á þessari vöru. Einkaaðilar eigi að geta gert það líka.