149. löggjafarþing — 82. fundur,  21. mars 2019.

stjórn fiskveiða.

724. mál
[17:29]
Horfa

Sara Elísa Þórðardóttir (P) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þm. Kolbeini Óttarssyni Proppé kærlega fyrir þetta andsvar og fyrir falleg orð um ræðu mína.

Jú, heldur betur! Það er eiginlega mitt stutta svar. Ég fagna því alltaf þegar hlutirnir færast í rétta átt og ég átta mig jafnframt á því að maður fær ekki allt það fram sem maður vill, hvorki í þessum þingsal né utan hans. En sannarlega finnst mér þetta skref í rétta átt og ég fagna því að þetta sé í gangi.

Eins vil ég taka undir orð hv. þm. Ásmundar Friðrikssonar áðan um starfið í atvinnuveganefnd. Það er rosalega gott og málefnalegt starf sem fer þar fram. Það er mjög ánægjulegt.

Ég fagna skrefum í rétta átt og góðu samstarfi en þó vil ég náttúrlega — mikið vill meira — samt sem áður fá í gegn þær breytingar sem ég rakti hér áðan.