149. löggjafarþing — 82. fundur,  21. mars 2019.

stjórn fiskveiða.

724. mál
[17:33]
Horfa

Sara Elísa Þórðardóttir (P) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka síðara andsvar hv. þm. Kolbeins Óttarssonar Proppés. Hvort það dugi? Eins og ég sagði í ræðunni er ég eiginlega búin að gefa það út hvað mér finnst duga. Nei, mér finnst frumvarpið, í þeirri mynd sem það er núna, ekki duga.

Ég hef ekki tíma, hreinlega, til að rekja það aftur. Ég þarf ekki að gera það. En eins og ég sagði áðan erum við Píratar með frumvarp um handfæraveiðar sem ég sé sem næsta rökrétta skrefið — því að við erum að ræða skref í rétta átt og heildstæðari mynd, og þá vil ég bara leggja áherslu á það.

Eins ég sagði áðan: Auðvitað fagna ég skrefum í rétta átt. En fáist ekki allt sem við viljum núna höldum við áfram að vinna að þeim breytingum sem við viljum sjá í samfélaginu, hvort sem er á láði eða legi. Þá verðum við að reyna einhvern veginn að sækjast eftir því að komast í ríkisstjórn næst og þá kannski getum við græjað þetta allt.