149. löggjafarþing — 84. fundur,  26. mars 2019.

fjármálaáætlun 2020--2024.

750. mál
[15:50]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Hv. þingmaður nefndi einmitt kolefnisskattinn og er kannski rétt að koma aðeins inn á hann. Í áætluninni kemur fram að kolefnisgjaldið verði hækkað þriðja árið í röð. Miðflokkurinn hefur gagnrýnt það sem við köllum stefnuleysi ríkisstjórnarinnar í þeirri skattlagningu vegna þess að sá skattur bitnar sérstaklega illa á landsmönnum. Ég er þeirrar skoðunar að honum sé ekki jafnað niður á landsmenn með sanngjörnum hætti. Þess vegna er svona mikil hækkun skattsins, sem ríkisstjórnin hefur staðið fyrir og boðar áfram í áætluninni, óeðlileg að mínu mati. Það verður að liggja fyrir heildstæð stefna hvernig Ísland ætlar að nota kolefnisgjöld í baráttunni við loftslagsbreytingar án þess að það hafi áhrif eða bitni á landsbyggðinni og samkeppnishæfni atvinnugreina og dragi þróttinn úr hagkerfinu.

Ég vil spyrja: (Forseti hringir.) Hefur hv. þingmaður ekki áhyggjur af því að þessi skattur komi (Forseti hringir.) ekki jafnt niður á alla (Forseti hringir.) landsmenn og hann bitni sérstaklega illa á landsbyggðinni?