149. löggjafarþing — 84. fundur,  26. mars 2019.

fjármálaáætlun 2020--2024.

750. mál
[19:59]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. forsætisráðherra fyrir svörin. Jú, það er rétt, en það er ákveðinn hópur eldri borgara sem er á fátæktarmörkum og stór hluti öryrkja. Það er annað í þessu sem er svolítið furðulegt og hefur aldrei komið fram í umræðunni, þ.e. að þeir sem eru eingöngu með fjármagnstekjuskatt borga ekkert útsvar. Hvernig væri að láta þá borga útsvar og nota þá peninga til að lækka útsvarið á öryrkjum og þeim sem eftir standa?

Það hefur alltaf verið sagt að ekki sé hægt að gera það vegna þess að að stærstum hluta sé það útsvar sem öryrkjar borga og síðan þarf líka að taka af þeim sem eru komnir yfir milljón á mánuði, þeir þurfa ekki persónuafslátt. Við verðum að átta okkur á því að við gátum þetta 1988. Þá borguðu öryrkjar ekki skatt og þeir áttu eftir upp í lífeyrissjóði.