149. löggjafarþing — 84. fundur,  26. mars 2019.

fjármálaáætlun 2020--2024.

750. mál
[20:42]
Horfa

samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F):

Virðulegur forseti. Það er alveg rétt. Við getum gert betur. Og við höfum eiginlega öll tæki til þess. Við getum hins vegar ekki farið hraðar í framkvæmdir en undirbúningur þeirra segir til um. Þess vegna erum við í samþykktri samgönguáætlun með fjármuni í uppbygginguna, undirbúninginn, hér á höfuðborgarsvæðinu sem er algerlega í anda þess sem allir þeir færustu sérfræðingar sem unnið hafa að þessu máli, hvort sem er hjá Vegagerðinni eða Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, eru sammála um, þ.e. 300 milljónir í ár og 500 milljónir á næsta ári. Í framhaldinu af því gætum við hafið framkvæmdatímann.

Auðvitað vildum við sjálfsagt getað gert það enn hraðar en það er einfaldlega þannig að ákveðin takmörk eru fyrir því hvað til er af mannárum í framkvæmdum. Við þurfum líka að vera í framkvæmdum um allt land til þess að bæta umferðaröryggi, en líka til að koma til móts við þörf fyrir betri vegi út af loftslagsmálum.