149. löggjafarþing — 87. fundur,  1. apr. 2019.

skráning og mat fasteigna.

212. mál
[15:45]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Af því að málið var kallað til nefndar á milli 2. og 3. umr. vildi ég aðeins árétta hvað við erum að fara að greiða atkvæði um. Nefndin tók málið til sín og athugasemdir voru gerðar, eðlilegar, við eina af aðferðunum sem beitt er við skráningu og mat fasteigna sem er tekjuaðferð. Nefndin fer ágætlega yfir það í nefndaráliti sínu, hv. allsherjar- og menntamálanefnd, og gerir ekki breytingar á málinu. Hér greiðum við atkvæði um breytingu er varðar upplýsingar, sem bestar upplýsingar fyrir þjóðskrá að byggja á við mat á fasteignum, en leggjum jafnframt áherslu á að heildarendurskoðun á lögunum fari fram gagnvart aðferðunum sem beitt er.