149. löggjafarþing — 91. fundur,  9. apr. 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[15:12]
Horfa

Jón Þór Þorvaldsson (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Hér er alltaf talað um einhvern ótta. Þetta er ekki ótti. Við erum bara ræða hlutina eins og þeir eru og hvaða afleiðingar þeir hafa. Við þurfum ekkert að óttast það endilega ef fólk vill ganga í Evrópusambandið og vill undirgangast hlutina sem þar eru. Þar er bara annars konar líf í boði. Það þarf ekkert að vera ótti.

Varðandi spurningu hv. þingmanns, hvort við munum hafa yfirráð, ráða hvað við virkjum. Ráðum við hvað við gerum? Við höfum það að ákveðnu marki, en — það er stóra en-ið — ESA mun taka ákvarðanir í deilumálum undir ráðgjöf ACER (Gripið fram í: Um hvað?) um deilumál. (Gripið fram í: Hvaða deilumál?) Hvaða deilumál? Ja, þau gætu orðið ýmiss konar. Eigum við að fara að fabúlera um það hver þau verða og taka ákvörðun út frá því? (Gripið fram í.) Það er nefnilega það. (Gripið fram í.) Það sem mun fylgja þessu er það að við verðum hluti af innri orkumarkaði Evrópusambandsins (Forseti hringir.) og líkt og þar munu þær reglur gilda hér í lok dags.