149. löggjafarþing — 91. fundur,  9. apr. 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[20:06]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni enn fyrir andsvarið. Hann róaði mig ekki. Það kemur fram í þessum greinum sem ég vitnaði til áðan, 7., 8. og 9. gr., greinilega hvað það er sem ACER á að gera og hverjum það á að svara. Það er einfaldlega þannig að þessar þrjár greinar eru með þessum hætti. Þrátt fyrir að það finnist einhverjir lögmenn sem eru á öndverðri skoðun um það þá er það alveg ljóst í okkar huga að þær eru til þess fallnar að valda hér valdaframsali eins og fram hefur komið og verðhækkun þegar fram líða stundir.