149. löggjafarþing — 94. fundur,  11. apr. 2019.

Frestun á skriflegum svörum.

[10:45]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Borist hafa bréf frá eftirfarandi ráðherrum þar sem óskað er eftir fresti til að veita skrifleg svör við fyrirspurnum: Frá félags- og barnamálaráðherra vegna fyrirspurnar á þskj. 1002, um ábyrgð á vernd barna gegn einelti, frá Jóni Þór Ólafssyni; frá fjármála- og efnahagsráðherra vegna fyrirspurnar á þskj. 1287, um rekstrarafkomu íslenskra fyrirtækja, frá Oddnýju G. Harðardóttur; frá dómsmálaráðherra vegna fyrirspurna á þskj. 1148, um fjármál trúfélaga og lífsskoðunarfélaga, frá Andrési Inga Jónssyni, og á þskj. 1175, um greiðslur lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu til sérfræðinga, frá Söru Elísu Þórðardóttur.