149. löggjafarþing — 98. fundur,  2. maí 2019.

þungunarrof.

393. mál
[18:08]
Horfa

Frsm. meiri hluta velfn. (Halldóra Mogensen) (P) (andsvar):

Gott og vel. Það er alveg sjónarmið að neyða eigi konur til að eignast börn sem þær treysta sér ekki til að eiga; skiptir ekki máli hverjar aðstæðurnar eru, það eigi bara að neyða þær til að eignast börnin. En þá er ekki hægt að tala um að „að sjálfsögðu eigi að virða sjálfsákvörðunarrétt kvenna og yfirráð þeirra yfir eigin líkama“. Það rímar ekki saman. Þá er bara best að vera heiðarlegur og segja (Gripið fram í: Það stendur hérna …) — já, við ætlum bara að taka þessa ákvörðun fyrir konuna, um að hún neyðist til þess að eiga barnið ef hún uppgötvar ekki að hún sé ólétt fyrr en aðeins of seint eða hefur ekki treyst sér til að fara í þungunarrof fyrr eða hverjar sem ástæðurnar gætu verið.

Mig langar líka til að árétta að það hafa ofboðslega margar persónulegar reynslusögur verðið sagðar í þessari pontu í þessari umræðu. Við getum ekki byggt löggjöf á persónulegum reynslusögum. (Gripið fram í.) Það er galið að tala á þann máta.

En ég sé ekki annað (Forseti hringir.) — og mér líkar ágætlega við hv. þingmann, (Forseti hringir.) þannig að ég vona að hann virði þá (Forseti hringir.) niðurstöðu mína — (Forseti hringir.) að það sé gífurlega mikið vantraust, fyrirlitning, á konum sem komi í ljós í þessu áliti. Því miður.