149. löggjafarþing — 98. fundur,  2. maí 2019.

þungunarrof.

393. mál
[18:25]
Horfa

Frsm. 3. minni hluta velfn. (Guðmundur Ingi Kristinsson) (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég náði ekki að svara spurningunni vegna þess að tíminn var bara búinn. Auðvitað þekki ég ekki þau undantekningartilfelli að kona veit ekki að hún er þunguð en það hlýtur að vera undantekningartilfelli að kona viti ekki að hún er orðin þunguð á 12. viku, það hlýtur að vera undantekningartilfelli. Ég get ekki ímyndað mér að það sé í 900 eða 1.000 tilfellum sem það skeður. Þannig að það hlýtur að vera.

Þungunarrof. Ég segi: Af hverju vil ég hafa orðið fóstureyðing? Þungunarrof finnst mér vera einfalt orð og fela það í sér að um sé að ræða einfalda aðgerð, að verið sé að reyna að fegra viðkomandi framkvæmd. Af hverju má þetta ekki vera fóstureyðing? Þetta er fóstureyðing. Það er verið að eyða einhverju þarna, en það er ekki verið að rjúfa eitthvað. Það er verið að eyða. Það er verið að deyða líf. Þess vegna er þetta fóstureyðing. Ekkert annað.