149. löggjafarþing — 99. fundur,  3. maí 2019.

þungunarrof.

393. mál
[11:52]
Horfa

Halla Signý Kristjánsdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. 104 árum eftir að við tókum upp kosningarrétt kvenna erum við að greiða hér atkvæði um sjálfsforræði kvenna yfir eigin líkama. Getum við ekki öll tekið undir það?

Við getum öll haft okkar persónulegu skoðanir á þessu og fylgt þeim eftir í okkar lífi. En hérna erum við að undirstrika það að konan ber ábyrgð á eigin líkama, tekur sína ákvörðun og ber þessa ábyrgð út ævina. Við getum því haft þessar skoðanir okkar, haldið þeim fyrir okkur — en tökum undir sjálfsforráðarétt kvenna yfir sínum líkama.