149. löggjafarþing — 100. fundur,  6. maí 2019.

brottkast.

[15:21]
Horfa

Sigurður Páll Jónsson (M):

Hæstv. forseti. Ég þakka ráðherranum fyrir þetta svar og árétta það sem ég nefndi í ræðunni áðan, hvort hægt væri að horfa til hækkunar á VS-aflaprósentunni.

Mig langar líka í framhaldi af því að spyrja ráðherrann út í það sem ég lít á sem brottkast í mörgum tilfellum en það er meðafli á lúðu í veiðarfæri. Nú er það svo að á krókaveiðum, sérstaklega á línu og handfærum, ber að skera á tauminn þannig að öll lúða fari í sjóinn. Það má ekki koma með neitt að landi og meira að segja dauðu lúðunni er hent. Hafró segir að það mikið lifi af lúðu að stofnunin vilji að þetta verði svona áfram, en fiskifræði sjómannsins segir mér að töluvert meira drepist af lúðu en menn gera sér grein fyrir. Væri ekki rétt að leyfa að (Forseti hringir.) allur meðafli af lúðu kæmi í land þannig að við gætum séð yfirlit yfir það hver viðgangur lúðustofnsins er í raun?