149. löggjafarþing — 100. fundur,  6. maí 2019.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

110. mál
[18:55]
Horfa

Halla Signý Kristjánsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég held að það verði úr, ef þetta frumvarp nær fram að ganga, að vöruúrval á minni stöðunum muni minnka. Það er bara eins og með aðrar vörur, við höfum minna aðgengi að þeim til að mynda á Ísafirði. En þar eru margar góðar verslanir sem halda uppi menningunni. Í áfengisversluninni þar er gott vöruúrval en í öðrum verslunum er náttúrlega takmarkað vöruúrval vegna þess að markaðurinn er minni. Ég get ekki ímyndað mér að það verði neitt öðruvísi í þessum efnum frekar en t.d. í gallabuxum eða ostaúrvalinu í Samkaupum.