149. löggjafarþing — 100. fundur,  6. maí 2019.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

110. mál
[19:07]
Horfa

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Það er einmitt málið. Þegar áfengið er til er auðveldara af því að taka. Það er bara svo margt í þessu líka, svo ég haldi áfram með það sem ég var að tala um áðan, þ.e. stóru markaðsaðilarnir sem eru ráðandi í þessum keðjum og skammta út í verslanirnar. Við sem búum í hinum dreifðu byggðum þekkjum það að ekki fæst einu sinni það sama í jafnvel sömu keðjunni milli 15 mínútna akstursstaða. Litli aðilinn verður kannski að kaupa af þeim stóru. Það er lögmálið sem ræður áfram.

Mér finnst mörg skilaboð í þessu; þetta með auglýsingarnar, þetta með að hugsa um afleiðingarnar, hugsa það gagnvart yngra fólkinu. Það voru 1.100 auglýsingakærur til foreldrasamtakanna. Við erum eftirlitsþátturinn, við þurfum að bæta enn frekar úr honum. Hér er t.d. ekki verðmetið það sem snýr að þeim þætti. Það er mjög margt sem maður veltir upp og maður spyr líka alltaf: Af hverju að breyta því sem hefur virkað vel?