149. löggjafarþing — 100. fundur,  6. maí 2019.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

110. mál
[19:35]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Vestur í Ameríku segja menn gjarnan: Ef það er í lagi, ekki laga það. Í skýrslum sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur gefið út eru ríki Evrópu hvött til að fara að dæmi Íslands, Noregs, Svíþjóðar og Finnlands og selja áfengi einungis í einokunar- eða einkaréttarverslunum ríkisins. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segir: Það eru engir aðrir sem hafa náð viðlíka árangri í því að draga úr því böli sem áfengið vissulega hefur í för með sér.

Úr því að talað er um málið sé leiðinlegt, ef það er leiðinlegt að reyna að varna því að krabbamein stóraukist hérna, að hjartasjúkdómar stóraukist hérna, að skorpulifur margfaldist, skal ég bara vera leiðinlegur áfram.