149. löggjafarþing — 101. fundur,  7. maí 2019.

40 stunda vinnuvika.

181. mál
[15:02]
Horfa

Halldóra Mogensen (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Mig langaði bara til að koma upp og þakka velferðarnefnd fyrir góða niðurstöðu í þessu máli. Ákveðið var eftir gestakomur og annað að vísa málinu til félags- og barnamálaráðherra og vinna að því að stytta vinnuvikuna í ítarlegu samráði við alla aðila vinnumarkaðarins. Það varð niðurstaðan og ég þakka þá vinnu sem átti sér stað í velferðarnefnd. Ég hlakka til að fylgjast með vinnunni í framhaldinu.