149. löggjafarþing — 101. fundur,  7. maí 2019.

þungunarrof.

393. mál
[17:35]
Horfa

Frsm. 3. minni hluta velfn. (Guðmundur Ingi Kristinsson) (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég vil þakka hv. þingmanni fyrir fyrirspurnina, en vil vísa henni til föðurhúsanna. Það getur vel verið að hann sé sofandi á fundum. Ég veit ekki að hverju hann var að ýja þarna, hvort hann sefur á fundum, en ég geri það ekki. Ég var alveg glaðvakandi, ég skal alveg upplýsa hann um það.

Það sem ég var þarna að biðja um var einfalt. Málið var komið í 2. umr. og eins og ég hef hingað til sagt og ég get endurtekið það einu sinni enn: Það var fullyrt hér í ræðustól að ekkert barn gæti lifað af fyrir lok 22. viku. Það var vísað í landlækni. Þetta var það sem ég bað um.

Síðan var beðið um að tveir aðrir læknar kæmu þarna inn og ein kona í áframhaldandi umræðu, sem hefði verið hægt að taka bara á klukkutíma á einum nefndarfundarmorgni. Það hefði ekki flækt neitt fyrir nefndinni — nema hvað, jú, málið hefði ekki komist inn í dag heldur í næstu viku.

En auðvitað var þetta bara alveg hrikalega sofandi beiðni sem ég sendi inn.