149. löggjafarþing — 101. fundur,  7. maí 2019.

fullgilding fríverslunarsamnings milli EFTA-ríkjanna og Filippseyja.

539. mál
[21:09]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Forseti hlýtur að segja að hann telur að þau orð sem hv. þingmaður viðhafði um þjóðhöfðingja erlendra ríkja hafi verið á mörkunum að vera viðeigandi. Fyrst hv. þingmaður bað um leiðsögn frá forseta um hvað væri við hæfi í þeim efnum verður forseta hugsað til þess að í hans barndómi var notað gamalt íslenskt heiti á slaka menn, orðið laupur. Það mætti reyna að þýða það.