149. löggjafarþing — 103. fundur,  13. maí 2019.

tilkynning.

[17:11]
Horfa

Inga Sæland (Flf):

Virðulegi forseti. Ég tek heils hugar undir tillögu hv. þm. Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og í ljósi þess sérstaklega að mér finnst málið þannig vaxið að ég vildi gjarnan að við gætum tekið betur utan um það og í meiri sátt en nú er. Ég tel að það sé engan veginn tekið heildstætt á þessum viðkvæma málaflokki, samanber 4. og 5. gr. frumvarpsins, og svo mýmargt annað sem ég hef við frumvarpið að athuga. Þannig að ég styð þessa tillögu heils hugar.