149. löggjafarþing — 103. fundur,  13. maí 2019.

þungunarrof.

393. mál
[18:43]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Ég ætla að hrósa fyrrverandi hæstv. heilbrigðisráðherra fyrir að sýna þá framsýni að setja málið á dagskrá á sínum tíma og núverandi heilbrigðisráðherra fyrir kjark til að leggja það fram. Jafnframt þakka ég velferðarnefnd og formanni hennar fyrir vel unnin störf og vandaða vinnu. Ég dáist auðvitað að öllu því fólki sem sífellt berst fyrir mannréttindum, jafnrétti og kvenfrelsi.

Þegar það rann upp fyrir mér að ég væri síðastur til að greiða atkvæði fannst mér í rauninni viðeigandi að segja já og að síðustu orðin í þessari umræðu yrðu: Til hamingju konur. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)

(Forseti (SJS): Þingmaðurinn segir já. Það er reyndar ekki alveg rétt að hann greiði atkvæði síðastur [Hlátur í þingsal.] því að Steingrímur J. Sigfússon segir já.)

Það munaði litlu.