149. löggjafarþing — 103. fundur,  13. maí 2019.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

110. mál
[19:02]
Horfa

Þorsteinn Víglundsson (V) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Alltaf fær maður að prófa eitthvað nýtt. Þetta mál er í sjálfu sér nokkuð einfalt. Málið í þeirri mynd sem það liggur fyrir þinginu núna snýst fyrst og fremst um afnám ríkiseinokunar á áfengisverslun en óbreyttu fyrirkomulagi, þ.e. sölu í sérverslunum, eftir sem áður líkt og hingað til.

Þegar þessi mál hafa áður komið til meðhöndlunar þingsins hafa þau ýmist gengið til allsherjar- og menntamálanefndar eða efnahags- og viðskiptanefndar. Það er auðvitað gjarnan unnið á grundvelli hefðar til hvaða nefndar málinu er vísað. Hér liggja fyrir málinu tvær tillögur, annars vegar um efnahags- og viðskiptanefnd, hins vegar um velferðarnefnd, sem þessi mál hafa ekki áður gengið til. En í ljósi þess að hér er fyrst og fremst um rekstrarumhverfi áfengisverslunar að ræða — og auðvitað ósk flutningsmanns að baki málinu — óska ég eftir stuðningi við að málinu verði vísað til efnahags- og viðskiptanefndar — til, að ég geri ráð fyrir, ítarlegrar (Forseti hringir.) umfjöllunar það sem eftir lifir þings.