149. löggjafarþing — 105. fundur,  15. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[22:56]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Það er eitthvað liðið síðan við áttum síðast samtal um fundarstjórn forseta varðandi sama atriði og við ræðum núna, þ.e. hversu lengi hæstv. forseti sér fram á að halda fundi gangandi. Eins og fyrri ræðumenn hafa komið inn á eru nefndastörf í fyrramálið. Án þess að ég nefni nefndina þá veit maður að áætlað er að taka stór og mikilvæg mál úr nefndum á morgun. Það er auðvitað ótækt ef menn fá engar upplýsingar um það hversu lengi fundur skal standa til að geta skipulagt þann þingflokk sem þarf að manna nefndir snemma í fyrramálið, hálfníu, og þarf mögulega að standa vaktina hérna eitthvað áfram, því að öllum er ljóst að þessi mælendaskráin tæmist ekki alveg í bráðina. (Gripið fram í: Það er stutt að ganga beint yfir á nefndasvið í fyrramálið.)