149. löggjafarþing — 105. fundur,  15. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[23:04]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (um fundarstjórn):

Forseti. Ég vildi bara hvetja hæstv. forseta til að halda þessari umræðu áfram. Hún er ágæt. Hér hafa verið lífleg skoðanaskipti og verða örugglega um sinn. En á einhverjum tímapunkti tæmast umræðurnar auðvitað að því leyti að menn fara út í endurtekningar og eitthvað svoleiðis. Ég held hins vegar að okkur sé ekkert að vanbúnaði að halda þingfundi áfram eitthvað inn í nóttina ef þörf krefur. Ef ræðumenn stytta mál sitt, eða hvað eigum við að segja, gæta þess að fara ekki í endurtekningar og þess háttar eigum við að geta komist nokkuð greitt áfram með þetta og lokið umræðunni. Ég held að það sé ótvírætt miklu betra að ljúka henni hér í samfellu en að slíta í sundur.

Varðandi það hvenær kvöldfundur verður að næturfundi þá er enginn greinarmunur gerður á því í venjum (Forseti hringir.) þessa þings hvort þingfundi lýkur kl. ellefu eða tvö eða þrjú (Forseti hringir.) eða hvenær sem það er, þ.e. heimildin sem forseti hefur til að halda áfram þingfundi á við um hvort tveggja.