149. löggjafarþing — 105. fundur,  15. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[23:07]
Horfa

Jón Þór Þorvaldsson (M) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Mig langar að taka undir sjónarmið hv. þingmanna sem hafa komið hér og talað um að gáfulegt sé að vinna að degi til og sofa á nóttunni, ég þekki það ágætlega af öðrum vettvangi, í lauslegri þýðingu „the window of the cartesian low“, eða hin náttúrulega líkamslægð. Hún á sér stað á milli tvö og sex á nóttunni (Gripið fram í.) á þeim staðartíma sem þú ert á, þ.e. þú ert „acclimatised“, við erum það öll hér. Á þeim tímapunkti lækkar líkamshiti og athygli minnkar og huglæg geta. Við erum ekki að moka skurð hérna heldur erum við í huglægri vinnu. Ég held að það væri ágætisráð að við myndum halda okkur við það að vinna af fullri getu, vanda okkur við það sem við erum að gera og vinna á daginn en sofa á nóttunni.