149. löggjafarþing — 105. fundur,  15. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[23:51]
Horfa

Anna Kolbrún Árnadóttir (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Þetta fer að verða skemmtilegt. Þingið hverju sinni tekur ákvörðun um framhaldið. Ég hef töluverðar áhyggjur af því að það sé þing „hverju sinni“ sem geti breytt fyrri ákvörðunum annarra þinga og ég er alveg sannfærð um að það er fólk sem ásælist orkuna okkar.

Það er ekki út í loftið að menn, fyrirtæki, stofnanir, hafi lagt út gríðarlega fjármuni til þess að kanna lagningu sæstrengs. Það hlýtur að vera vegna þess að þeir sjá sér einhvern hag í því að leggja í þá dýru vegferð. Það sem eftir stendur hjá mér er: Hvað er það í þessari þingsályktun sem fékk hv. þingmann til þess að skipta um skoðun, (Forseti hringir.) alla vega miðað við ályktun síðasta landsfundar Sjálfstæðisflokksins? (Gripið fram í.) Ég veit það.