149. löggjafarþing — 105. fundur,  16. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[00:52]
Horfa

Jón Þór Þorvaldsson (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir ræðuna. Mig langar til að spyrja þingmanninn. Hér er verið að ræða tvær leiðir og ágreiningurinn stendur að miklu leyti um það, eða hefur gert í kvöld: Hvora leiðina telur hv. þm. Njáll Trausti Friðbertsson að tryggara sé að fara með tilliti til samningsins um Evrópska efnahagssvæðisins?

Mig langar líka að spyrja hann þeirrar spurningar sem ég hef margsinnis spurt: Þekkir hann til þess að fyrirvarar eins og þessir hafi áður verið settir við gerð sem þessa og hafa þeir haldið? Þekkir hann þessi dæmi? Ég hef fyrirvarana fyrir framan mig sem búið er að tefla fram að séu fyrirvararnir, þó að þær upplýsingar séu misvísandi, en ég á erfitt með að sjá að þeir séu merkilegir á blaði.