149. löggjafarþing — 105. fundur,  16. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[01:23]
Horfa

Jón Þór Þorvaldsson (M) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Bara til að árétta það þá komu hingað þingmenn úr öllum flokkum, að ég tel, eða flestum alla vega, í tvígang áður en þessi umræða um fundarstjórn forseta hófst og óskuðu eftir því að tillit yrði tekið til þess sem þá var sagt. Ég verð að segja að það sætir furðu að það sé ekki gert og það sé ekki upplýst um hversu lengi þingfundur eigi að standa. En ef maður finnur einhverja lykt af því að hér eigi að keyra málið í gegn, það eigi að funda út nóttina og fram á morgundaginn í einhverri striklotu, hlýtur það að koma niður á nefndastörfum. Það segir þá enn og aftur eitthvað um vinnubrögðin í kringum þetta mál og er stjórnarliðum og ríkisstjórninni vart til framdráttar.