149. löggjafarþing — 105. fundur,  16. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[05:07]
Horfa

Jón Þór Þorvaldsson (M) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég þarf eiginlega grípa á lofti það sem hv. þm. Birgir Ármannsson sagði, að hér hefðu allir þingmenn fengið að tjá sig og koma sjónarmiðum sínum á framfæri og því væri rétt að stytta í þessu og slíta fundi. En staðreyndin er sú að hæstv. forseti Alþingis gaf í skyn fyrr í kvöld að ekki yrði haldið áfram í gegnum nóttina og það eru þingmenn sem eru ekki í húsi sem tóku sig af mælendaskrá í trausti þess að þeir gætu fengið að tjá sig um málið. Ég get ekki séð annað en að með þeirri ráðagerð hafi verið komið aftan að því fólki, sem getur nú varla verið að forseti hafi ætlað sér — eða hvað?