149. löggjafarþing — 106. fundur,  20. maí 2019.

um fundarstjórn.

[17:28]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Herra forseti. Ég verð að taka undir með þeim hv. þingmönnum sem átta sig ekki á því hvernig stendur á þessari dagskrárbreytingu. Við ræddum þetta mál á þingflokksformannafundi og það var talað um hvernig best væri að haga umræðunni. Við samþykktum að taka málið inn. Hæstv. dómsmálaráðherra er í húsinu. Getur forseti sagt okkur hvernig stendur á því að ákveðið var að breyta dagskrá með svona stuttum fyrirvara? Varla getur það verið vegna þess að hv. þingmenn Miðflokksins þurfa betri tíma og hér séu forseti og hv. stjórnarþingmenn sem vilja svo gjarnan greiða götu hv. þingmanna Miðflokksins? Það getur ekki verið skýringin. Ég bið forseta að segja okkur hvernig stendur á breytingunni.