149. löggjafarþing — 106. fundur,  20. maí 2019.

um fundarstjórn.

[17:29]
Horfa

Jón Þór Þorvaldsson (M):

Herra forseti. Mig langar til að taka undir með þeim þingmönnum sem komu fyrst í ræðustól og gagnrýndu það fyrirkomulag sem verið er að lýsa. Búið er að samþykkja af þinginu að taka þetta mál á dagskrá og ekki nema eðlilegt að farið sé eftir þeim vilja sem þingið hefur lýst. Varðandi þá gagnrýni sem kom fram í máli hv. þm. Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur þá er það nú svo að þegar farið var í fundarstjórn forseta í síðustu viku var það vegna þess að forseti hafði gefið út að ekki yrði talað alla nóttina heldur yrði fundi slitið og málinu svo haldið áfram síðar. Það var fullt af fólki á mælendaskrá sem hafði ekki farið í sína fyrstu ræðu og voru gerðar athugasemdir við það. Ég verð að segja að þetta er þá í annað skipti á mjög fáum dögum þar sem brugðið er mjög út af venju við fundarstjórn forseta. Mig langar að biðja forseta að skýra fyrir okkur af hverju slík vinnubrögð eru viðhöfð.