149. löggjafarþing — 106. fundur,  20. maí 2019.

um fundarstjórn.

[17:39]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (M):

Forseti. Varðandi skýringar hæstv. forseta hérna áðan hlýtur það að hafa legið fyrir, fyrir svo sem eins og tveimur tímum og fyrr í dag, hvers eðlis innkoma þess máls sem hefur nú verið afturkallað ætti að vera. Þess vegna er mjög sérkennilegt að þingmenn skuli hafa verið látnir greiða um það atkvæði að hleypa málinu sérstaklega á dagskrá til þess eins að kippa því út af dagskrá aftur. Það er eiginlega ekki hægt annað en að setja þetta í samhengi við þá uppákomu sem varð hér fyrir helgi kl. 23:30 þegar forseti tilkynnti að umræðum yrði senn frestað. Þær áttu þá eftir að standa í sjö klukkutíma, þ.e. um þriðja orkupakkann, alla nóttina. Mér dettur ekki í hug, virðulegur forseti, að kenna þeim þingforseta sem þá sat um að hafa tekið þá ákvörðun. En hver tók þá ákvörðun? Var það kannski sami aðili og tekur þessa ákvörðun núna, þessa óvæntu og að því er virðist ákvörðun sem er einsdæmi í þinginu a.m.k. í seinni tíð?