149. löggjafarþing — 106. fundur,  20. maí 2019.

um fundarstjórn.

[17:41]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Forseti vekur athygli á því að sú atkvæðagreiðsla sem fram fór um afbrigði fyrir þessu máli hefur gildi í sjálfu sér, því að nú hefur Alþingi samþykkt afbrigði fyrir því að málið megi koma á dagskrá þó síðar verði, þ.e. búið er að veita afbrigði við því að málið, sem kom fram eftir 1. apríl, megi koma á dagskrá. Sú niðurstaða þingsins stendur að sjálfsögðu.