149. löggjafarþing — 106. fundur,  21. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[04:41]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Virðulegur forseti. Já, ég vil leyfa mér að taka undir með hv. þm. Birgi Þórarinssyni. Þær fréttir sem maður fær eru allar í þá veru, beinast í þá átt, að þarna verði engir plúsar. Eins og ég sagði hér fyrr í dag, með leyfi forseta: What´s in it for us, hvað er í þessu fyrir okkur? Það hefur verið ótrúlega fátt um svör miðað við tímann sem stuðningsmenn frumvarpsins, innleiðingarinnar, hafa haft. Miðað við það að þeir gátu föndrað hér upp fjóra fyrirvara sem reyndust síðan vera eitthvað allt annað hefði maður haldið að búið væri að búa til haldbetri útskýringar á því í hverju hagur neytenda væri fólginn hvað þessa innleiðingu varðar.