149. löggjafarþing — 107. fundur,  21. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[15:21]
Horfa

Ólafur Ísleifsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni andsvarið. Því er ekki beint að réttum aðila, ég er ekki í aðstöðu til þess að tjá mig um afstöðu þeirra til eins eða neins málefnis. Það sem ég gerði í ræðu minni var að ég vitnaði, með leyfi forseta, í þeirra ágætu, og ég leyfi mér að segja stórmerku, álitsgerð og það getur hver og einn dregið sínar ályktanir af því hver þeir telja að sé eða kunni að vera afstaða þeirra til þeirra efna sem þar er vísað til. Ég leyfi mér að draga mínar ályktanir, en ég geri enga kröfu um að aðrir séu sammála mér í þeim efnum. En mér þykir þetta reyndar liggja nokkuð ljóst fyrir, þessi ummæli þeirra sýnast vera býsna skýr, herra forseti.