149. löggjafarþing — 107. fundur,  21. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[15:28]
Horfa

Anna Kolbrún Árnadóttir (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég er að reyna að skilja þetta og þá sérstaklega greinargerð þeirra. Þeir sem tala fyrir pakkanum vitna í þetta. Samt sem áður er ekki alveg ljóst hvert þessi gjörningur leiðir okkur. Í álitsgerðinni, sem var lögð fyrir ríkisstjórn, segir, með leyfi forseta:

„Verði 8. gr. reglugerðar nr. 713/2009 tekin upp í EES-samninginn og innleidd í íslenskan rétt í óbreyttri mynd mun reglugerðarákvæðið fela í sér framsal framkvæmdarvalds til ESA sem ella væri á hendi íslenskra stjórnvalda.“

Ég velti fyrir mér: Hvað þýðir þetta á mannamáli? Getur hv. þingmaður svarað því?