149. löggjafarþing — 108. fundur,  23. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[00:00]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni andsvarið. Ég held að hv. þingmaður hafi akkúrat komið að mjög mikilvægu atriði hvað þetta varðar, þegar hann nefnir að svona aðilar fara ekki út úr verkefni af þessu tagi möglunarlaust og án þess að fá fullar bætur fyrir. Þess vegna held ég að þarna hafi jafnvel stefnt í að þessi fyrirtæki myndu höfða skaðabótamál og þess vegna standi menn frammi fyrir því að með því að fara í þetta verkefni hafi hálfpartinn verið búið að skuldbinda okkur til að halda sæstrengsverkefninu áfram. Þá erum við komin að því að þarna er greinilega gríðarlegur þrýstingur frá hagsmunaöflum þess efnis að við förum ekki á þessu stigi að leggja einhvern stein í götu verkefnisins.

Þá spyr maður: Hvar var umræðan hér heima um þetta á sínum tíma, (Forseti hringir.) sérstaklega þegar ljóst er að það virðist vera hægara sagt en gert að koma okkur út úr þessu verkefni?