149. löggjafarþing — 108. fundur,  23. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[03:08]
Horfa

Jón Þór Þorvaldsson (M) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni spurninguna. Það er nú það sem hefur verið að brjótast um í huga mér hvort það geti verið að af ásetningi sé verið að reyna að afvegaleiða menn í þessari umræðu, að þannig sé búið um hnútana af ásetningi að menn stígi ofan í fyrsta poll eða fari út af veginum í fyrstu beygju. Ég skal ekki fullyrða um það. Auðvitað getur það verið. En varðandi þetta þá er það rétt að Evrópusambandið birtir greinar og markmið sín og það sem kemur skrifað frá því er skýrt og við getum orðið hissa á því hvað kemur frá því. En þá skyldum við kannski bera ábyrgð á því líka að skoða stefnu og markmið sambandsins til langrar framtíðar. Og það sem kemur inn (Forseti hringir.) er í fullu samræmi við það. Við verðum að einsetja okkur að missa ekki sjónar á því hvert langtímamarkmið (Forseti hringir.) og hver stefna Evrópusambandsins er. Í því ljósi skyldi skoða allar svona innleiðingar.

(Forseti (BHar): Forseti vill minna hv. þingmenn á að virða tímamörk.)