149. löggjafarþing — 108. fundur,  23. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[04:53]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þm. Birgi Þórarinssyni fyrir andsvarið og verð að taka undir það sjónarmið sem kom fram að það væri og hefði verið æskilegt og öllu málinu til framdráttar hefðu menn nálgast málið með þeirri skynsemi að nýta sér reyndari manna ráð. Það virðist vera þannig að sá hópur manna og kvenna, sem er býsna stór, sem er hokinn reynslu af Evrópusamstarfi sé hvað einarðastur þegar kemur að því að setja fram efasemdir sínar með rökstuddum og kurteisum hætti. Það hefði orðið málinu til (Forseti hringir.) mikils gagns hefði mönnum hlotnast að hlusta meira á (Forseti hringir.) þann ágæta hóp sem hefur haft sig nokkuð í frammi, sem betur fer.