149. löggjafarþing — 108. fundur,  23. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[05:15]
Horfa

Jón Þór Þorvaldsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni andsvarið. Já, þetta er stóra spurningin. Við henni er svar, einhver stór sannleikur sem við höfum verið að reyna að leita að um drykklanga stund: Af hverju er þessi leið valin? Af hverju?

Ég kom kannski ekki nógu vel inn á það áðan að fyrirvararnir eru tvíþættir. Það eru annars vegar hinir stjórnskipulegu fyrirvarar sem eru settir strax í upphafi og svo hinir síðar fram komnu, sem Noregur setti fram í átta liðum og hefur verið farið nokkuð vel yfir hér, og hins vegar þessir tveir, að ég held, hjá Íslandi, það er aðeins óljóst. En af hverju er verið að reyna að fara þá leið? Þeir fyrirvarar sem þar myndu verða settir fram halda engu vatni þegar á hólminn verður komið. (Forseti hringir.) Það eru margir sem eru mér fróðari í lögfræði sem hafa tekið undir það sjónarmið.