149. löggjafarþing — 109. fundur,  23. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[15:44]
Horfa

Ólafur Ísleifsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni svarið. Það er auðvitað ástæða til þess, miðað við þann skamma tíma sem hér er til ráðstöfunar, að grípa aðeins nánar ofan í þann texta sem er að finna í þessari merku álitsgerð í þessu sambandi. Ég minni á að þetta er úr kafla um það hvort valdframsal til ESA sé vel afmarkað og skilgreint. Höfundar segja:

„Í því sambandi er einkum til þess að líta að ákvarðanir ESA á grundvelli 8. gr. reglugerðarinnar“ — þeir vísa í reglugerð 713 — „beinast ekki einungis að hérlendum eftirlitsyfirvöldum, heldur varða þær í raun beint og óbeint mikilvæga hagsmuni einstaklinga og lögaðila, og einnig ríka almannahagsmuni tengda raforkukerfinu og nýtingu þess …“

Þarf eitthvað að fara í grafgötur um álit þessara ágætu höfunda á því hvort þeim kröfum (Forseti hringir.) sem verður að gera á grundvelli tveggja stoða kerfisins sé fullnægt?