149. löggjafarþing — 109. fundur,  23. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[15:46]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir að vekja athygli á þessu viðtali, ekki síst vegna þess að hæstv. fjármálaráðherra er ekki einungis það, hann er líka formaður stærsta stjórnmálaflokks á Íslandi, Sjálfstæðisflokksins, sem nota bene heldur upp á 90 ára afmæli sitt á laugardaginn. Það sem kemur mér á óvart varðandi þetta viðtal er að hæstv. fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins virðist hafa snúist algerlega í afstöðu sinni. En það á ekki við um meiri hluta Sjálfstæðismanna sjálfra. Það vekur furðu mína og mig langar að vita hvort hv. þingmaður gæti kannski varpað ljósi á það, eða velt því fyrir sér með okkur, hvað gæti hafa orðið til þess að snúa afstöðu hæstv. fjármálaráðherra, formanns Sjálfstæðisflokksins, svona gjörsamlega í þessu mikilvæga máli.